Fara í efni

Jólatréssala

Skógræktarfélag Skilmannahrepps býður öllum sem vilja, að koma og kaupa jólatré 

á skógræktarsvæði félagsins (í Álfholtsskógi) við Furuhlíð.

 

Verið velkomin í skóginn laugardaginn 8.desember eða laugardaginn 15.desember.

Opnað er upp úr hádegi 13 – 15.30

Félagar í Skógræktarfélagi Skilmannahrepps verða á staðnum til aðstoðar við val á trjám. 

Reiknað er með að menn sagi sjálfir sitt tré ef þeir vilja (hafið sögina með!).  

Trjám er svo pakkað í netpoka. Kaffi og smákökur á borðum eftir skógarhögg.

Verð er 4.000 kr. fyrir hvert tré allt að 1,5m, 5.000- kr. fyrir tré allt að 2,0m og 8.000,- fyrir tré allt að 2,5m.

Ath. Að félagsmenn fá 1.000,-kr afslátt á eitt tré.

 

Furuhlíð er í landi Stóru-Fellsaxlar norðaustan við Akrafjall. 

Beygt er af þjóðvegi 1 og inn á Akranesveg (nr. 105). 

Tekinn er fyrsti afleggjari til vinstri og ekið upp að hliði. 

Beygt þar inn til hægri og upp að Furuhlíð.

Nánari upplýsingar veitir Bjarni OV Þóroddsson í síma 899-7328/431-1975.

 

Stjórn Skógræktarfélags Skilmannahrepps.