Fara í efni

Jólatré - Skógræktarfélag Skilmannahrepps

Skógræktarfélag Skilmannahrepps býður íbúum í Hvalfjarðarsveit að koma og kaupa jólatré á skógræktarsvæði félagsins við Furuhlíð. 

Verið velkomin í skóginn helgina 13. og 14. desember nk.   Kl. 11 -16.00.  Menn mega velja sér tré í skóginum í samráði við félagsmenn, sem verða á staðnum til að aðstoða.  Aðallega er um að ræða sitkagreni. Lítið er til af góðum furutrjám. Reiknað er með að menn sagi sjálfir upp sitt tré. (hafið sögina með). Einnig má taka tré með hnaus, en þá þarf að hafa rúmgott farartæki og góða skóflu. 

Verð er 4.000kr fyrir 1,5m, 6000 kr fyrir 1,5-2,0m og 8000 fyrir 2-2,5m.

Ekið er frá Akranesvegi (Þjóðvegi 51) upp gamla Akrafjallsveginn og upp að aðstöðu félagsins (Furuhlíð).  Þar verða menn væntanlega til staðar til að leiðbeina og aðstoða. Boðið verður upp á heitt kaffi, (kakó) og meðlæti.  

Stjórnin