Fara í efni

Jólagleði á Vinavelli

Sunnudaginn 15. desember síðastliðinn fór fram vel heppnuð jólagleði á Vinavelli í Melahverfi í fallegu jólaveðri. Boðið var upp á heitt súkkulaði og piparkökur og jólasamsöng með Orra Sveini Jónssyni. Dansað var í kringum jólatréð og jólasveinarnir komu færandi hendi með jólanammipoka fyrir káta krakka.

Hvalfjarðarsveit þakkar öllum þeim sem mættu á viðburðinn kærlega fyrir komuna og er 9. og 10. bekk í Heiðarskóla færðar bestu þakkir fyrir að hafa tekið að sér að skipuleggja og halda utan um viðburðinn.  

Myndir frá viðburðinum má finna hér í myndasafni.