Jafnréttisstefna Hvalfjarðarsveitar
Jafnréttisstefna Hvalfjarðarsveitar hefur verið yfirfarin af Fjölskyldu- og frístundanefnd Hvalfjarðarsveitar og samþykkt af nefndinni og sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar.
Ákveðið var að sameina jafnréttisáætlun Hvalfjarðarsveitar og jafnréttisstefnu Hvalfjarðarsveitar undir heiti hins síðarnefnda. Bæði áætlunin og stefnan voru teknar til skoðunar hjá Jafnréttisstofu og mælt var með sameiningu þeirra.
Jafnframt verður tölfræðihluti hennar um kynjahlutföll nefndarmanna fjarlægt úr stefnunni og haft sem lifandi fylgiskjal. Er það einnig gert að tillögu Jafnréttisstofu.
Kynjahlutföll nefndarmanna í stjórnum, ráðum og nefndum, bæði aðal- og varamanna, eru 49 karlar og 52 konur. Við skipan í stjórnir, ráð og nefndir á vegum sveitarfélagsins skal hlutfall kynjanna vera jafnt og ekki undir 40% kynjahalli.
Jafnréttisstefnu má sjá hér.