Fara í efni

Íbúaþing – Sóknaráætlun Vesturlands 2025-2029

Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi standa fyrir íbúaþingi miðvikudaginn 18. september nk. um endurskoðun Sóknaráætlunar Vesturlands.
Þingið fer fram í Hjálmakletti, húsnæði Menntaskólans, Borgarbraut 54, Borgarnesi og hefst kl. 16:00 og mun standa til kl.18:00.
Nauðsynlegt er að skrá þátttöku. Skráningu lýkur kl. 12:00 á hádegi þann 18. september nk.
Hægt er að skrá sig hér:

Markmiðið með þinginu er að fá íbúa á Vesturlandi til að koma saman, skiptast á skoðunum og forgangsraða áherslum um hvernig þau vilja sjá Vesturland þróast.

 Afrakstur þingsins mun verða leiðarljós við frekari vinnu við Sóknaráætlun Vesturlands fyrir árin 2025-2029.

Verum með og tökum þátt. Það er leiðin til þess að hafa áhrif á hvernig Vesturland þróast.
Við bjóðum alla Vestlendinga velkomna á íbúaþingið.
Boðið er upp á barnahorn, þar sem tekið verður á móti börnum í Kvikunni, skapandi rými Menntaskóla Borgarfjarðar.

Grillveisla að þingi loknu.