Hvalfjarðardagar 2021
Hvalfjarðardagar voru haldnir helgina 18-20. júní 2021 og fóru fram í góðu veðri. Margir viðburðir voru þessa daga, myndlistarsýning var í Fannahlíð og ljósmyndasýning var í Miðgarði. Tónleikar voru haldnir á Bjarteyjarsandi, Hallgrímskirkju í Saurbæ og sundlauginni að Hlöðum. Hótel Glymur bauð upp á dögurð á laugardeginum, Hernámssetrið og sundlaugin að Hlöðum voru opin alla helgina. Álfholtsskógur-Líf í lundi bauð upp á ratleik, gönguferðir, plöntugreiningu og víkingar voru að störfum. Flughátíð var á Leirá, þyrla Landhelgisgæslunnar kom þar í heimsókn og fis-flugvélar voru til sýnis, útsýnisflug var í boði og Björgunarfélag Akraness sýndi búnað sinn. Í Melahverfi var traktora og fornbílasýning, grillveisla, froðufótbolti, markaðstjald, teymt undir börnum á vegum Dreyra, fótboltaþrautir á vegum KFÍA og ýmis leiktæki í boði UMFÍ og fleiri skemmtiatriði.
Margir gestir komu í heimsókn á þessa viðburði og Menningar- og markaðsnefnd Hvalfjarðarsveitar sem sá um framkvæmd dagana er ánægð með hvernig til tókst.
Myndir frá Hvalfjarðardögum má sjá hér: