Hvalfjarðardagar 2017
Langar þig að taka þátt í skemmtilegri helgi í Hvalfjarðarsveit ? Lumar þú á góðri hugmynd? Eitthvað áhugavert að sýna? Langar þig að bjóða fólki heim? Vilt þú taka þátt í að gera Hvalfjarðardaga 2017 að áhugaverðum viðburði?
Nú er komið að því að skipuleggja Hvalfjarðardaga. Óskað er eftir samstarfi við einstaklinga, félagasamtök og fyrirtæki í Hvalfjarðarsveit fyrir sumarhátíðina Hvalfjarðardagar, sem haldin verður daganna 25. – 27. ágúst. Með ykkar samstarfi er hægt að halda áfram að bjóða upp á fjölbreytta viðburði sem bæði íbúar og gestir hafa áhuga á að sækja.
Gaman væri ef íbúar myndu skreyta hjá sér heimreiðina og við munum verðlauna fyrir flottustu skreytinguna.
Ef þú hefur góða hugmynd eða áhuga á að vera með viðburð þá hvetjum við þig að hafa samband fyrir 15. Júlí í síma 842-5585 (Ása Líndal) eða senda póst á netfangið hvalfjardardagar@hvalfjardarsveit.is
Hafið þú ekki aðgang að húsnæði til þess að hýsa viðburði eða sýningar en langar jafnframt að taka þátt þá ert þú eindregið hvött /hvattur til að hafa samband.