Hvalfjarðardagar 2016
Sýning á Hvalfjarðardögum: Eigið þið fallegt, áhugavert, nýtt, gamalt og/eða fornt tæki sem þið hefðuð áhuga á að hafa til sýnis fyrir gesti og gangandi á Hvalfjarðardögum sem haldnir verða 26. – 28. ágúst hérna í sveitinni okkar. T.d. traktora, bíla, mótorhjól og önnur tæki. Það væri einstaklega skemmtilegt ef einhverjir hefðu áhuga á að taka þátt, en við myndum efna til sýningar á þessum tækjum á Þórisstöðum meðan á sveitamarkaði stæði. Laugardaginn 27. ágúst. Áhugasamir endilega hafið samband sem fyrst við Guðnýju í síma 8460162 eða á hvalfjardardagar@hvalfjardarsveit.is Hvet alla til að taka þátt og velkomið er að sýna fleira en eitt tæki
Hvalfjarðardagar heimavið: Væri ekki tilvalið að stafla nokkrum rúllum/böggum við afleggjara eða á sýnilegum stöðum og jafnvel mála eða skreyta herlegheitin. Leyfa listrænu hæfileikunum að sýna sig og skreyta heima við eða í kring t.d. bæjarskiltið, útidyrahurðina eða rimlahliðið. Bændur gætu nýtt tækifærið og stillt upp tækjum og tólum á bæjum sínum á sýnilegum stöðum fyrir vegfarendur. Ýmis fyrirtæki eru í sveitarfélaginu og því tilvalið að sýna sig. Hvalfjarðardagar eru hátíð í okkar heimabyggð og því um að gera að taka þátt og gleðjast saman Minni á glæsilega dagskrá Hvalfjarðardaga 2016. www.hvalfjardardagar.is