Hvalfjarðardagar 2016 – Úrslit í ljósmyndasamkeppni
Úrslit í ljósmyndasamkeppni Hvalfjarðardaga 2016 liggja nú fyrir. Vinningsmyndina á Lilja Grétarsdóttir á Hávarsstöðum. Niðurstaða og greinargerð dómnefndar er eftirfarandi:
Dómnefnd kom saman 2. september 2016 til að velja vinningsmynd úr aðsendum myndum er bárust í keppnina.
Það var einróma samþykkt af dómnefnd að velja mynd nr. 105 sem vinningsmynd Ljósmyndasamkeppni Hvalfjarðardaga 2016.
Dómnefnd var sammála um að myndin fangi vel fallega náttúru í Hvalfjarðarsveit. Það er góð birta í myndinni og gott jafnvægi. Yfir henni ríkir kyrrð og friður og ekki skemmir fyrir að fallegur fjárhundur prýðir hana.
Dómnefnd vill færa vinningshafa og öllum sem sendu myndir í ljósmyndasamkeppnina bestu þakkir fyrir þátttökuna. Dómnefnd telur að ljósmyndasamkeppnin hafi fest sig í sessi sem fastur liður í dagskrá Hvalfjarðardaga.
Í dómnefnd sátu Áskell Þórisson, Brynja Þorbjörnsdóttir og Skúli Þórðarson.
Þann 8. september sl. afhentu fulltrúar dómnefndar Lilju verðlaun keppninnar en það var gjafabréf frá Sláturfélagi Suðurlands og gjafabréf frá Hótel Glym í Hvalfirði sem inniheldur gistingu í eina nótt fyrir tvo, þriggja rétta kvöldverð auk morgunverðarhlaðborðs daginn eftir.
Vinningsmynd Lilju Grétarsdóttur hér.
Mynd frá verðlaunaafhendingu er hér.
Myndir sem bárust í keppnina og uppfylltu skilyrði dómnefndar eru hér.