Húsnæðisbætur 2017
Vinnumálastofnun mun annast greiðslur húsnæðisbóta sem koma í staðinn fyrir húsaleigubætur, frá 1. janúar 2017. Áður var þessi þjónusta sótt til sveitarfélaga.
Frekari upplýsingar eru á heimasíðunni: www.husbot.is. Þar er einnig reiknivél til að skoða hvernig bætur munu verða og hægt er að senda inn rafræna umsókn. Einnig er það að finna eyðublað til útfyllingar fyrir þá sem ekki hafa tök á því að sækja um rafrænt.
Hvalfjarðarsveit mun áfram veita sérstakan húsnæðisstuðning sem ætlað er að lækka greiðslubyrði til viðbótar við húsnæðisbætur og vegna leigu 15-17 ára leigjenda á heimavistum og námsgörðum utan lögheimilis. Hægt er að sækja um sérstakan húsnæðisstuðning hjá félagsmálastjóra.
Félagsmálastjóri Hvalfjarðarsveitar