Holtavörðuheiðarlína 1 - Valkostaskýrsla
Lagning Holtavörðuheiðarlínu 1 er mikilvægur hlekkur í endurnýjun á núverandi byggðalínu og er hluti af nýrri kynslóð byggðalínu sem nú er að rísa. Nú er að hefjast vinna við mat á umhverfisáhrifum línunnar og liður í því er að setja fram valkosti um framkvæmdina, valkosti sem verða lagðir fram til umhverfismats. Lögð hefur verið fram valkostaskýrsla með tillögum um raunhæfa valkosti Holtavörðuheiðarlínu 1 þar sem farið hefur verið yfir hugmyndir og ábendingar sem fram komu í samráðsvinnu við hagsmunaaðila og landeigendur. Skýrsluna má sjá á vef Landsnets.
Hægt er að senda ábendingar og athugasemdir á netfangið landsnet@landsnet.is.
Ábendingafrestur er til 17. janúar 2022.
Holtavörðuheiðarlínu 1 er 220 kV loftlína milli Klafastaða í Hvalfirði að nýju tengivirki á Holtavörðuheiði, alls um 90 km löng leið.
Línan er á framkvæmdaáætlun Kerfisáætlunar Landsnets 2020-2029 og áætlað er að framkvæmdir hefjist árið 2024.