Holtavörðuheiðarlína 1
06. maí 2022
Opinn fundur fyrir landeigendur og haghafa
Landsnet hefur hafið undirbúning að mati á umhverfisáhrifum Holtavörðuheiðarlínu 1 frá tengivirkinu á Klafastöðum að nýju tengivirki á Holtavörðuheiði.
Meginmarkmið með byggingu hennar er að auka afhendingaröryggi og afhendingargetu á landinu og tryggja að flutningskerfið standi ekki í vegi fyrir atvinnuuppbyggingu og eðlilegri þróun byggðar.
Með samráði og samtali við landeigendur og hagaðila, rannsóknum og greiningum verður farið í gegnum mat á umhverfisáhrifum til að fá betri mynd af verkefninu, möguleikunum og hvernig línuleiðum verður háttað.
Allir hjartanlega velkomnir til opins fundar um Holtvörðuheiðarlínu 1
Hótel Hamri, Borgarnesi, miðvikudaginn 11. maí kl. 19.30 – 21.30