Holtavörðuheiðarlína 1 - kynning
21. október 2024
Umhverfismatsskýrsla fyrir 220 kV raflínu frá Klafastöðum í Hvalfirði að nýjum tengipunkti á Holtavörðuheiði hefur verið gefin út. Formleg kynning stendur yfir frá 1. október til 29. nóvember 2024.
Opin hús
Við hvetjum alla til að mæta á opin hús til að kynna sér niðurstöður umhverfismatsins og ræða við sérfræðinga frá Landsneti og Verkís. Opin hús verða haldin:
- 23. október kl. 19:30–21:30 á Hótel Laxárbakka í Hvalfirði
- 24. október kl. 19:30–21:30 á Hótel Hamri í Borgarnesi
- 29. október kl. 19:30–21:30 í Nauthóli í Reykjavík
Skýrslan er aðgengileg á Skipulagsgáttinni, þar sem einnig er hægt að skila inn umsögnum. Landnet mun svara umsögnum áður en Skipulagsstofnun veitir álit sitt á umhverfismatinu.
- Skipulagsgáttin: https://skipulagsgatt.is/issues/2024/1187
- Kortasjá með umhverfisgögnum: http://www.map.is/hh1
Allir eru velkomnir til að skoða skýrsluna og taka þátt í þessu mikilvæga ferli.