Hólabrúarnáma – Innri-Hólmur
Sveitarstjórn samþykkti 23. október 2024 að auglýsa skipulagslýsingu vegna breytingar á aðalskipulagi Hvalfjarðarveitar 2020-2032 í samræmi við 1. mgr 30.gr skipulagslaga nr. 123/2010 í landi Innri-Hólms í Hvalfjarðarsveit. Fyrirhuguð er stækkun á Hólabrúarnámu (E13 Innri-Hólmur) og því efnismagni sem heimilt er að nýta úr námunni. Náman hefur lengi verið nýtt til efnistöku en verður nú stækkuð um 2 ha og heimiluð efnistaka aukin um 250.000 m3 . Landbúnaðarsvæði minnkar samsvarandi. Árleg vinnsla er áætluð um 60.000 m3.
Tilgangur framkvæmdar er að halda áfram núverandi efnistöku á svæðinu til að mæta efnisþörf til vegagerðar, malbikunarframkvæmda og mannvirkjagerðar.
Með kynningu skipulagslýsingar er umsagnaraðilum, hagsmunaaðilum og almenningi gefinn kostur á að leggja fram sjónarmið og ábendingar sem að gagni gætu komið við mótun breytingarinnar.
Skipulagslýsing - Hólabrúarnáma
Skipulagslýsing er kynnt í skipulagsgátt Skipulagsstofnunar,https://skipulagsgatt.is/issues/2024/1298
Hverjum þeim aðila sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemd við tillöguna á kynningartíma.
Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast í skipulagsgátt frá 31. október til 28. nóvember 2024.
Deildarstjóri Umhverfis- og skipulagsdeild Hvalfjarðarsveitar