Fara í efni

Hólabrúarnáma (E13–Innri-Hólmur)

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum þann 22. janúar 2025 að auglýsa tillögu að breytingu á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 fyrir Hólabrúarnámu (E13 – Innri Hólmur) í samræmi við 1. gr. 36. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

Gerð er breyting á stærð efnistökusvæðis og efnismagni sem heimilt er að taka úr Hólabrúarnámu en landbúnaðarsvæði minnkar samsvarandi. Innan efnistökusvæðisins er athafnasvæðið AT9 fyrir verkstæði, starfsmannaaðstöðu og aðstöðu vegna námuvinnslu, svæðið verður óbreytt. Náman hefur verið nýtt til efnistöku en tillagan er að hún verði stækkuð um 2 ha og heimiluð efnistaka aukin um 1.050.000 m3 miðað við gildandi aðalskipulag. Tilgangur framkvæmdar er að halda áfram núverandi efnistöku á svæðinu til að mæta efnisþörf. Árleg vinnsla er áætluð um 60.000 m3.

Aðalskipulagsbreyting - E13 Innri-Hólmur (Hólabrú)

Ofangreind tillaga er auglýst á heimasíðu sveitarfélagsins og í skipulagsgátt Skipulagsstofnunar, www.skipulagsgatt.is, mál nr. 1298/2024, frá 14. febrúar – 28. mars 2025.

Hverjum þeim aðila sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemd við tillögurnar á kynningartíma. Athugasemdum skal skilað inn rafrænt í skipulagsgátt.
Ef óskað er nánari kynningar á tillögunum skal bóka tíma hjá skipulagsfulltrúa á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar.

Deildarstjóri Umhverfis- og skipulagsdeildar  Hvalfjarðarsveitar