Staða framkvæmdastjóra Höfða laus til umsóknar
Höfði hjúkrunar- og dvalarheimili á Akranesi auglýsir stöðu framkvæmdastjóra lausa til umsóknar.
Heimilið er stofnun í eigu Akraneskaupstaðar og Hvalfjarðarsveitar og er með skipaða stjórn og sjálfstæðan fjárhag. Heimilið er aðili að Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu.
Höfði rekur 75 rýma hjúkrunarheimili og dagdvöl að Sólmundarhöfða 5.
Nánari upplýsingar um heimilið eru á heimasíðu þess www.dvalarheimili.is
Framkvæmdastjóri hefur umsjón með daglegum rekstri heimilisins og ber ábyrgð á fjárreiðum þess í umboði stjórnar og framkvæmd þeirrar stefnu sem stjórnin hefur mótað.
Helstu verkefni og ábyrgð:
• Ábyrgð á daglegri stjórn og rekstri heimilisins.
• Ábyrgð á starfsmannamálum heimilisins.
• Ábyrgð á undirbúningi, framkvæmd og eftirfylgni rekstrar- og fjárhagsáætlana.
• Ábyrgð á bókhaldi, greiðslum, reikningagerð og uppgjörum.
• Gerð ársreiknings í samstarfi við endurskoðendur.
• Samskipti við eignaraðila, heilbrigðisyfirvöld, kröfuhafa, skuldunauta, fjármálastofnanir, endurskoðendur og aðra hagaðila.
• Rekstur og umsjón fasteigna heimilisins.
• Samningagerð.
• Sinnir öðrum þeim verkefnum sem stjórn felur honum og eðlilegt getur talist að rúmist innan verksviðs hans.
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Menntun sem nýtist í starfi.
• Þekking og reynsla af fjármálum, mannauðsmálum, rekstri, samningagerð og áætlanagerð er skilyrði.
• Þekking og reynsla af rekstri hjúkrunarheimila eða sambærilegum stofnunum er kostur.
• Þekking á fjármálahugbúnaði og nýtingu gagna í rekstri er kostur.
• Nákvæm og öguð vinnubrögð.
• Gott vald á íslensku og færni til að tjá sig í ræðu og riti.
• Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum.
• Frumkvæði og leiðtogahæfni.
Umsóknarfrestur er til og með 20. janúar 2025.
Nánari upplýsingar um stöðu framkvæmdastjóra veitir:
Einar Brandsson, stjórnarformaður, sími 863-5959, netfang: einar.brandsson@akranes.is
Kjartan Kjartansson, framkvæmdastjóri, sími 856-4302, netfang: kjartan@dvalarheimili.is
Umsókn, starfsferilskrá og kynningarbréf sendist á netfangið: einar.brandsson@akranes.is eða í gegnum tengil á alfred.is.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.