Fara í efni

Hitastigulsboranir í landi Kalastaðakots

Dagana 20. – 24. febrúar sl. vann Ræktunarsamband Flóa- og Skeiða að borun hitastigulshola í landi Kalastaðakots á vegum Hvalfjarðarsveitar. Samkvæmt niðurstöðum Jarðfræðistofu Hauks Jóhannessonar ehf. leiddu boranirnar það í ljós að hitastigull er lágur sem bendir ekki til nálægðar við heitt vatnskerfi og að ekki sé að búast við heitt vatn náist með borun í landi Kalastaðakots né í næsta nágrenni.

Í samantekinni skýrslu Jarðfræðistofu Hauks Jóhannessonar sem nálgast má hér er að finna nákvæma lýsingu á verkefninu og niðurstöðum þess.

Hvalfjarðarsveit hefur áform um frekari jarðhitaleit í sveitarfélaginu á árinu 2015, náist samningar þar um við landeigendur, og bindur vonir við að þær rannsóknir skili þeim árangri að takast megi að efla lífsgæði íbúa með virkjun og lagningu hitaveitu sem víðast um sveitarfélagið á næstu árum.

 

Hvalfjarðarsveit 11. mars 2015
Skúli Þórðarson, sveitarstjóri.