Heiðarveita - samþykktir og gjaldskrá
02. júní 2022
Á 351. fundi sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar þann 10. maí sl., að undangenginni tillögu mannvirkja- og framkvæmdanefndar, var samþykkt gjaldskrá og samþykktir vegna Heiðarveitu. Heiðarveitu er m.a. ætlað að taka við af Hitaveitu Heiðarskóla ásamt því að tengjast þeim bæjum í Leirársveit sem óskað hafa eftir tengingu við veituna og ekki hafa haft aðgang að hitaveitu fram að þessu.
Samþykktir Heiðarveitu má finna hér
Gjaldskrá Heiðarveitu má finna hér
Framkvæmdir við Heiðarveitu hófust um miðjan apríl og miðar vel áfram samkvæmt verkáætlun. Áætlað er að heitu vatni verði hleypt á lögnina í byrjun júlí og í framhaldi af því ættu húseigendur, sem óskað hafa eftir tengingu, að getað tekið á móti heitu vatni inn til sín.