Hátíðarhöld í Hvalfjarðarsveit 17. júní
10. júní 2016
Dagskrá 17. júni er fjölbreytt að vanda. Hún hefst með hátíðarguðþjónustu í Leirárkirkju kl.11:00 og síðan með hátíðardagskrá kl.12:00 í Heiðarskóla. Þar verður boðið upp á fjölbreytta fjölskyldudagskrá sem stendur fram til 14:30. Ræðumaður dagsins er Eva Magnúsdóttir, hátíðarsöngur í höndum kirkjukórsins og að venju ávarpar Fjallkonan gesti. Aðal skemmtikraftur dagsins er Bjarni töframaður. Að auki verður í boði hoppukastalar, andlitsmálun og spurningakeppni. Kvenfélagið Liljan sér um kaffiveitingar. Allir velkomnir.