Hátíðarhöld 17. júní í Hvalfjarðarsveit
Þjóðhátíðardagurinn var haldinn hátíðlegur í Hvalfjarðarsveit, að þessu sinni í félagsheimilinum Miðgarði, húsfyllir var þar sem fjölbreytt og skemmtileg dagskrá var í boði fyrir alla aldurshópa. Auk ræðuhalda og fjallkonu söng kór Saurbæjarprestakalls og Katrín Halldóra Sigurðardóttir. Leikhópurinn Lotta kom í heimsókn, Hestamannafélagið Dreyri teymdi undir börnum á öllum aldri og bæði hoppukastali og froðufótbolti vöktu mikla lukku sem og andlitsmálun, blöðrur og sleikjó. Grillaðar voru pylsur og glæsilegar kaffiveitingar voru á borðum.
Það voru kirkjukór Saurbæjarprestakalls og Tónlistarfélag Hvalfjarðarsveitar sem sáu um hátíðarhöldin og kann sveitarfélagið þeim bestu þakkir fyrir þeirra framlag og afar vel heppnaða dagskrá.
Myndir frá 17. júní hátíðarhöldunum má sjá hér: