Hafnarland - Lísuborgir, deiliskipulag
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum þann 24. janúar 2024 að auglýsa deiliskipulag fyrir Hafnarland – Lísuborgir í Hvalfjarðarsveit samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. Lóðin Hafnaland - Lísuborgir (L203319) úr landi Hafnar er 20 ha að stærð og liggur neðan við þjóðveg 1 undir Hafnarfjalli. Aðliggjandi lóðir eru Höfn 2, Hafnarberg, Hafnarland og Hraukar. Aðkoma að lóðinni er frá þjóðvegi 1, Vesturlandsvegi.
Lóðin er skilgreind sem frístundasvæði skv. aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 og heimilt er að vera með þjónustu á svæðinu og útleigu frístundahúsa. Fyrirhugað er að byggja á lóðinni frístundahús og þjónustuhús en á skipulagssvæðinu er gert ráð fyrir 17 húsum á 6 byggingarreitum. Breyttur uppdráttur er í auglýsingu, reiðleið hefur færst.
Deiliskipulagstillagan er til sýnis á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar, að Innrimel 3, Hvalfjarðarsveit frá og með 19. apríl 2024 til og með 19. júní 2024.
Hafnarland-Lísuborgir, deiliskipulag
Skipulagsgögn eru einnig aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins www.hvalfjardarsveit.is og í Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar, www.skipulagsgatt.is
Kynningarfundur verður auglýstur síðar á heimasíðu Hvalfjarðarsveitar.
Hverjum þeim sem telja sig hagsmuna eiga að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna.
Frestur til að skila inn athugasemdum er til og með 31. maí 2024.
Skila skal inn skriflegum athugasemdum, rafrænt í gegnum Skipulagsgátt, www.skipulagsgatt.is eða með bréfpósti á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar, stílað á skipulagsfulltrúa, Innrimel 3, 301 Akranesi.
Skipulagsfulltrúi Hvalfjarðarsveitar