Fara í efni

Hafnarberg - deiliskipulag

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum þann 28. nóvember 2024 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Hafnarberg í landi Hafnar. Skipulagssvæðið er um 10 ha að stærð og skilgreint sem verslunar- og þjónustusvæði skv. aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032. Innan svæðisins eru fyrirhuguð 22 gistihús, 3 þjónustubyggingar/veitingahús, aðstaða fyrir tjaldsvæði, 2 íbúðarhús og skemma. Aðkoma að svæðinu er frá Vesturlandsvegi.

Hafnarberg, deiliskipulag
Hafnarberg, uppdráttur

Tillagan eru auglýst á heimasíðu sveitarfélagsins og skipulagsgátt Skipulagsstofnunar (www.skipulagsgatt.is) frá 5. desember 2024 – 16. janúar 2025.

Hverjum þeim aðila sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemd við tillögurnar á kynningartíma. Athugasemdum skal skilað inn rafrænt í Skipulagsgátt. Ef óskað er nánari kynningar á tillögunum skal bóka tíma hjá skipulagsfulltrúa.

Deildarstjóri Umhverfis- og skipulagsdeildar