Hafnarberg - Breyting á Aðalskipulagi 2020 - 2032
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum þann 10. júlí 2024 að auglýsa tillögu að breyttu aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Um er að ræða lóð Hafnarbergs úr landi Hafnar sem breytt er úr frístundasvæði í landbúnaðarsvæði og verslunar- og þjónustusvæði. Landbúnaðarsvæði verður 3 ha að stærð og innan þess verður íbúðarhús og skemma. Verslunar- og þjónustusvæði verður 6 ha að stærð og innan þess verða 22 gistihús til útleigu, 2 þjónustubyggingar, bygging fyrir veitingastað og afmörkuð verður aðstaða fyrir tjaldsvæði.
Ofangreind tillaga er auglýst á heimasíðu sveitarfélagsins og skipulagsgátt Skipulagsstofnunar (www.skipulagsgatt.is)
frá 25. júlí – 5. september 2024.
Aðalskipulagsbreyting - Hafnarberg
Hverjum þeim aðila sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemd við tillöguna á kynningartíma.
Athugasemdum skal skilað inn rafrænt í skipulagsgáttina.
Ef óskað er nánari kynningar á tillögunni skal bóka tíma hjá skipulagsfulltrúa.
Deildarstjóri Umhverfis- og skipulagsdeildar Hvalfjarðarsveitar