Hækkun íþrótta-og tómstundatyrkja.
21. september 2018
Á fundi sveitastjórnar þann 11. september 2018 var samþykkt hækkun á íþrótta-og tómstundastyrkjum og tók hækkunin strax gildi. Tómstundaávísanir hækkuðu úr kr. 40.000 á almanaksári í kr. 60.000. Íþróttastyrkir til æfinga-og keppnisferða erlendis skv. 2. og 3. gr. reglna um íþróttastyrki hækkuðu hvort um sig í 30.000 kr. á almanaksári.
Búið er að yfirfara innsenda reikninga vegna 2018 og endurgreiða til foreldra þar sem reikningur var hærri en fyrri endurgreiðsla.