Gúmmíkurl á sparkvelli við Heiðarskóla
Ágætu íbúar Hvalfjarðarsveitar
Í ljósi umræðunnar sl. daga varðandi gúmmíkurl í gervigrasvöllum skal upplýst um stöðu mála hér hjá okkur í Hvalfjarðarsveit.
Síðast liðið haust var haft samband við innflytjanda gervigrassins í Heiðarskóla og óskað eftir upplýsingum frá honum um gúmíkurlið á sparkvellinum. Samkvæmt upplýsingum söluaðilans uppfyllir kurlið í grasinu í Heiðarskóla alla alþjóðlega staðla um kurl í gervigrasi. Þrátt fyrir þessar upplýsingar hefur verið haft samband við Umhverfisstofnun til að fá upplýsingar um þeirra afstöðu og aðgerðir í þessum málum. Umhverfisstofnun hefur tekið sýni af kurli í gervigrasi á nokkrum stöðum á landinu og sent erlendis til greiningar. Umhverfisstofnun hefur fengið upplýsingar um gerð kurlsins í vellinum við Heiðarskóla og er beðið upplýsinga um hvort kurlgerðin sé sambærileg þeim sem sendar hafa verið í áðurnefnda greiningu.
Um leið og frekari upplýsingar hafa borist frá Umhverfisstofnun varðandi málið mun ég skýra ykkur íbúum frá þeim niðurstöðum.
Með bestu kveðju
Ólafur Melsted
skipulags- og umhverfisfulltrúi