Grenndarstöð í Melahverfi
Vakin er athygli á að grenndarstöðin í Melahverfi, sem malbikuð var í sumar, hefur nú fengið til viðbótar við þá gáma sem fyrir voru, ílát fyrir þrjá nýja úrgangsflokka; málma, gler og textíl.
Í kjölfar nýrra laga um úrgangsmál á Íslandi tók m.a. gildi samræmt flokkunarkerfi á landinu þar sem sérsöfnun við heimili er pappír/pappi, plast, lífúrgangur og blandaður úrgangur en safna skal á grenndarstöðvum málmum, gleri og textíl.
Íbúum sem og öðrum fasteignaeigendum í Hvalfjarðarsveit er góðfúslega bent á hin nýju ílát til sérsöfnunar um leið og hvatt er til réttrar flokkunar og endurvinnslu öllum til hagsbóta.
Flokkun úrgangs og rétt meðhöndlun er mikilvægur þáttur í að tryggja lífskjör til frambúðar. Umhverfisvernd og ábyrg umgengni um náttúruna er mikilvæg og varða öll í nútíð og framtíð.