Grænar greinar Orkusölunnar
12. júní 2020
Orkusalan setur sér háleit markmið þegar kemur að umhverfismálum og verkefni sumarins er að afhenda sveitarfélögum landsins "grænar greinar" Orkusölunnar til gróðursetningar.
Verkefnið er bæði hugsað til vitundarvakningar og skemmtunar en Orkusalan mun taka þátt í stuðinu með sveitarfélögum og gróðursetja til jafns á við sveitarfélögin.
Núna í vikunni komu starfsmenn frá Orkusölunni og afhentu sveitarstjóra birkitré og verða þau gróðursett í Melahverfi.
Hvalfjarðarsveit þakkar Orkusölunni fyrir gjöfina.