Götulýsing í Hvalfjarðarsveit
Hvalfjarðarsveit og RARIK hafa gert með sér samning sem tók gildi 1. september 2020 um götulýsingu í sveitarfélaginu. Frá þeim tíma hefur sveitarfélagið yfirtekið og eignast götulýsingarkerfi RARIK í sveitarfélaginu.
Sveitarfélagið mun bera ábyrgð á rekstri og endurnýjun götulýsingarkerfisins frá og með þeim tíma.
RARIK mun þá einnig hætta að sinna reglubundnu eftirliti og viðhaldi á götulýsingarkerfinu og verður það hér eftir alfarið í höndum sveitarfélagsins.
Öllum verkbeiðnum vegna viðgerða og lagfæringa á ljósastaurum skal beina til skrifstofu Hvalfjarðarsveitar, á netfangið hvalfjardarsveit@hvalfjardarsveit.is eða í síma 433-8500.
Viðgerðum á ljósastaurum verður þannig háttað að í fyrstu viku hvers mánaðar verður farið í þær beiðnir sem hafa borist til sveitarfélagsins.
Reglur sveitarfélagsins um ljósastaura.
https://www.hvalfjardarsveit.is/static/files/Reglur/reglur-um-lysingu-vid-ibudarhusn.pdf