Gönguskíðafært í Álfholtsskógi - orðsending frá Skógræktarfélaginu
02. mars 2020
Hópur vélsleðamanna mætti í skóginn og hefur bælt snjóinn á göngustígum í eystri hluta skógarins svo að það ætti að vera hægt að svífa þar um næstu daga á skíðum því veðurspáin er góð. Þetta er tilraunaverkefni. Kannski verður sporað síðar ef tæknina ber að garði.
Verið velkomin í Álfholtsskóg.
Best er að koma að skóginum frá Akrafjallsvegi og keyra inná bílastæðið við Fellsaxlarveg, sjá hér.