Gögn afhent Héraðsskjalasafni Borgarfjarðar
22. ágúst 2019
Í júlí sl. afhenti Hvalfjarðarsveit Héraðsskjalasafni Borgarfjarðar 3 vörubretti af skjölum til varðveislu. Um er að ræða gögn frá gömlu sveitarfélögunum og fyrstu árum Hvalfjarðarsveitar. Sem fyrr unnu Birna Mjöll Sigurðardóttir og Erla Dís Sigurjónsdóttir, skjala- og upplýsingafræðingar að flokkun, skráningu og pökkun skjala og gagna og skiluðu verkinu með miklum sóma. Að þessu loknu, er markmiðið að ganga endanlega frá skjalavistunarstefnu fyrir sveitarfélagið og afhenda Héraðsskjalasafninu afhendingarskyld gögn reglulega eins og sveitarfélögum er skylt.
Meðfylgjandi er mynd af brettunum sem flutt voru til varðveislu í Borgarnesi einn fallegan dag í júlí !!!