Glymsverkefnið hlýtur styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða
09. maí 2022
Föstudaginn 6. maí, tilkynnti Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ferðamála, menningar- og viðskiptaráðherra, um úthlutanir úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða fyrir árið 2022. Úthlutunin að þessu sinni nemur rúmum 584 milljónum króna til 54 verkefni víðs vegar um landið. Hvalfjarðarsveit, í samstarfi við landeigendur í Stóra-Botni, fengu úthlutað kr. 3.500.000.- í áframhaldandi vinnu við að bæta aðgengi og öryggi á gönguleiðinni upp að Glym, sem er afar fjölfarin og stórbrotin gönguleið í botni Hvalfjarðar. Nánari upplýsingar um framkvæmdasjóðinn og önnur verkefni sem hlutu styrk að þessu sinni má sjá á heimasíðu sjóðsins: https://www.ferdamalastofa.is/is/umhverfis-og-gaedi/framkvaemdasjodur-ferdamannastada