Fara í efni

Glaðlegir söngvar um dauðann

Þjóðlagahljómsveitin Kólga og Haukur Ingi Jónasson guðfræðingur - í samvinnu við Kalman listfélag - bjóða upp á dagskrá undir yfirskriftinni - Glaðlegir söngvar um dauðann. Dagskráin fer fram í Innra-Hólmskirkju í Hvalfjarðarsveit laugardaginn 23. mars kl. 16. Þar verður blandað saman tónlist af efnisskrá sveitarinnar um þetta viðfangsefni og vangaveltum guðfræðingsins um dauðann á milli laga.

 

Þetta eru þriðju tónleikarnir sem haldnir eru í kirkjunni á þessum vetri og rennur allur aðgangseyrir í viðahaldssjóð kirkjunnar. Viðhaldi kirkjunnar hefur verið verulega ábótavant svo áratugum skiptir og eru tónleikarnir liður í því að safna í sjóðinn. Í kirkjunni er afar góður hljómburður og má segja að hún sé því heppileg undir tónleikahald. Heitt verður á könnunni og nýbakaðar kleinur í boði, eftir tónleika.