Gjaldfrjálsar gunnskólamáltíðir
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar hefur samþykkt að skólamáltíðir grunnskólabarna verði gjaldfrjálsar frá og með ágúst 2024-2027. Samþykktin er gerð með vísan til samþykkis Alþingis á breytingum á lögum um tekjustofna sveitarfélaga þar sem gert er ráð fyrir að við tekjur Jöfnunarsjóðs bætist, á árunum 2024-2027, árlegt framlag úr ríkissjóði sem Jöfnunarsjóður úthlutar til þeirra sveitarfélaga sem bjóða öllum nemendum upp á gjaldfrjálsar skólamáltíðir í grunnskólum. Gert er ráð fyrir að ríkið greiði 75% kostnaðar en framlagið er háð árlegu ríkissjóðsframlagi hverju sinni, kostnaðarmismuninn mun sveitarfélagið bera.
Sveitarstjórn samþykkti jafnframt að frá og með 1. ágúst nk. til ársloka breytist bæði gjaldskrá leikskólans Skýjaborgar og gjaldskrá Frístundar Heiðarskóla og lækki til samræmis við að áramótahækkun hefði numið 3,5%.
Ofangreint er gert til að greiða fyrir langtímakjarasamningum á vinnumarkaði.