Gatnagerð við Lyngmel í Melahverfi
Gengið hefur verið til samninga við Þrótt ehf. um jarðvinnu, lagnir og yfirborðsfrágang við nýja götu í Melahverfi, Lyngmel. Verkið er sameiginlegt með Veitum ohf., Mílu ehf. og Rarik ehf. Framkvæmdir hefjast í lok næsta mánaðar og eru áætluð verklok 1. áfanga í febrúar 2022 og malbikun götunnar í júní 2022.
Gatnagerðin er mikilvægur áfangi í áframhaldandi uppbyggingu Melahverfis og verður lóðaúthlutun auglýst innan tíðar. Við Lyngmel verða sex einbýlishúsalóðir, tvær parhúsalóðir og ein fjöggurra íbúða raðhúsalóð.
Við síðustu lóðaúthlutun í Háamel, sem fram fór í maí sl., var mikill áhugi er úthlutað var einni einbýlishúsalóð, þremur parhúsalóðum og einni þriggja íbúða raðhúsalóð en fyrir voru þegar byggð í þeirri götu tvö parhús og tvö einbýlishús. Í dag er þar laus til umsóknar ein einbýlishúsalóð, sjá nánar á https://www.hvalfjardarsveit.is/is/thjonusta/byggingarmal/lausar-lodir/ibudalodir
Framundan er jafnframt deiliskipulagsvinna við 3. áfanga Melahverfis, 7 hektara svæði austan við núverandi byggð, þar sem ráðgerð er blönduð byggð einbýlis-, par- og raðhúsa á einni hæð.