Fuglaflensa: upplýsingar og viðbrögð
09. maí 2022
Matvælastofnun hefur vakið athygli á skæðri fuglaflensu sem herjar á villta fugla og hefur borist í alifugla á Íslandi í vor.
Þegar villtur fugl finnst dauður, skal hafa samband við MAST, nema ef augljóst er að hann hafi drepist af slysförum. Best er að tilkynna um dauðan fugl með því að skrá ábendingu á heimasíðu stofnunarinnar, en líka er hægt að hringja í síma 5304800 á opnunartíma eða senda tölvupóst á netfangið mast@mast.is. MAST metur hvort taka skuli sýni úr fuglinum.
Ítarlegar upplýsingar um fuglaflensuna er að finna á heimasíðu Matvælastofnunar: Fuglaflensa | Matvælastofnun (mast.is)
Umhverfsfulltrúi Hvalfjarðarsveitar