Frístundaleiðbeinandi óskast í Félagsmiðstöðina 301
30. nóvember 2020
Hvalfjarðarsveit óskar eftir að ráða frístundaleiðbeinanda til starfa í félagsmiðstöðina 301 í Heiðarskóla veturinn 2020-2021. Frístundaleiðbeinandi sér um að skipuleggja og undirbúa starfið í samvinnu við frístundafulltrúa. Umsækjendur þurfa að hafa náð 20 ára aldri og hafa bíl til umráða.
Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi reynslu og ánægju af því að vinna með börnum og unglingum. Góðir skipulagshæfileikar, sjálfstæð vinnubrögð og hreint sakavottorð eru skilyrði. Starfið hentar jafnt konum sem körlum.
Nánari upplýsingar veitir Ása Líndal, frístunda-og menningarfulltrúi Hvalfjarðarsveitar í síma 433-8500 eða á netfanginu fristund@hvalfjardarsveit.is.
Umsóknareyðublað má nálgast hér
Umsóknarfrestur er til og með 13. desember nk.