Fara í efni

Fréttatilkynning frá kvenfélaginu Lilju í Hvalfjarðarsveit.

Afhendur styrkur
Afhendur styrkur

Kvenfélagið Lilja vill þakka sveitungum fyrir frábærar móttökur við harðfisks- og hákarlssölu kvenfélagskvenna um síðustu helgi. Allur ágóði af sölunni rennur í Hjálparsjóð kvenfélagsins, en sá sjóður hefur það að markmiði að styðja fjárhagslega þær fjölskyldur og einstaklinga sem orðið hafa fyrir áföllum og þurfa á stuðningi að halda. Enn er hægt er að panta harðfisk hjá Heiðu í síma 893-8952, en hákarlinn er uppseldur.

Þess má einnig geta að á síðasta ári gaf kvenfélagið kr. 100.000  í söfnun fyrir sjálfvirku hjartahnoðbretti til að hafa í sjúkrabílum Heilbrigðisstofnunar Vesturlands á Akranesi og kr. 200.000 til Hollvinasamtaka Heilbrigðisstofnunar Vesturlands, til kaupa á tölvusneiðmyndatæki. Jafnframt var félagsmiðstöð unglinga í Heiðaskóla gefin hátalarastöð fyrir iPod tónlistarspilara og í upphafi þessa árs afhentu félagskonur Hallgrímskirkju í Saurbæ, forláta karöflu sem minningargjöf um látnar félagskonur.