Frestað vegna veðurs - Þorrablóti 60 ára og eldri í Hvalfjarðarsveit
31. janúar 2024
Ákveðið hefur verið að fresta þorrablóti 60 ára og eldri í dag, miðvikudaginn 31. janúar vegna slæmrar veðurspár.
Þorrablótið verður haldið að viku liðinni, miðvikudaginn 7. febrúar nk.
Þorrablót 60 ára og eldri í Hvalfjarðarsveit verður haldið í Miðgarði, miðvikudaginn 7. febrúar nk. kl. 17:00.Þorramatur frá H. veitingum.
Veislustjórar verða Davíð Ólafsson og Stefán Íslandi Jr. skemmtikraftar.
Skarðskvintettinn tekur lagið við undirleik Zsuzsönnu Budai.