Fara í efni

Framlagning kjörskrár

Kjörskrá Hvalfjarðarsveitar vegna kosningar forseta Íslands, er fram á að fara þann 25. júní 2016, mun liggja frammi almenningi til sýnis á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar, stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3, á almennum skrifstofutíma frá og með 15. júní 2016 til kjördags. 

 

Kjósendur eru á kjörskrá í því sveitarfélagi þar sem þeir eiga skráð lögheimili þremur vikum fyrir kjördag, þ.e. þann 4. júní 2016. Flutningur lögheimilis eftir þann tíma breytir ekki skráningu á kjörskrá.

 

 

Hvalfjarðarsveit 8. júní 2016

Skúli Þórðarson, sveitarstjóri.