Fara í efni

Framkvæmdafréttir

Göngustígur við Saurbæ.

Á vegum Hvalfjarðarsveitar hefur verið unnið að gerð nýs göngustígs í landi Saurbæjar, framkvæmd verksins er langt á veg komin og stefnt að því að henni ljúki nú í haust.

Stígurinn, sem er um 400 m langur og 2 m breiður, liggur frá bílaplani við Hallgrímskirkju í Saurbæ og niður í átt til sjávar.
Verktaki í verkinu var Jónas Guðmundsson ehf., Bjarteyjarsandi í Hvalfjarðarsveit.

Grænt svæði í Melahverfi.
Samkvæmt deiliskipulagi fyrir Melahverfi II er opið/grænt svæði sem skilur að Bugðumel og nærliggjandi lóðir við Háamel og Lyngmel.
Sjá hér: https://skipulagsaaetlanir.skipulagsstofnun.is/skipulagvefur/DisplayDoc.aspx?itemid=23637496769541882558

Unnið hefur verið að aðlögun og þökulagningu þessa svæðis meðfram Bugðumel og er fyrsta áfanga verksins nú lokið.Í þessum fyrsta áfanga voru lagðir um 3.000 m2 af þökum á svæðinu meðfram Háamel og Lyngmel 14-16.
Verkið var unnið af Miðfellsbúinu ehf. í Hvalfjarðarsveit sem kom að landmótun á svæðinu og Sigur-garðar ehf. í Borgarfirði sá um þökulagningu.

Umsjón með verkunum á vegum Hvalfjarðarsveitar var í höndum Hlyns Sigurdórssonar, verkefnastjóra framkvæmda og eigna hjá Umhverfis- og skipulagsdeild.