Félagsstarf aldraðra 60 ára og eldri í Hvalfjarðarsveit
10. mars 2025
Opið hús eldri borgara verður í félagsheimilinu Miðgarði, fimmtudaginn 13. mars kl 13.00.
- Samvera, spil, handavinna, bókarupplestur og boccia.
- Kynning á vorferð til Hólmavíkur 4. júní – Takið daginn frá!
- Fyrir áhugasama ætlum við að vera með opið hús til kl 16:00 vegna þess að við missum úr samveru um páskana.
Kaffiveitingar.
Vonum að flestir sjái sér fært um að mæta.