Félagsmálastjóri
Laust er til umsóknar starf félagsmálastjóra Hvalfjarðarsveitar. Um er að ræða 50% starf innan stjórnsýslu sveitarfélagsins. Leitað er að metnaðarfullum aðila til að stýra fjölbreyttum verkefnum félagsþjónustu sveitarfélagsins. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf í ágústmánuði nk.
Helstu verkefni og ábyrgðarsvið:
• Barnavernd
• Félagsleg heimaþjónusta
• Félagsleg ráðgjöf
• Fjárhagsaðstoð
• Málefni aldraðra
• Málefni fatlaðra
• Önnur verkefni á málefnasviði fjölskyldunefndar og fræðslu- og skólanefndar.
Félagsmálastjóri ber ábyrgð á meðferð og varðveislu gagna, úrvinnslu og upplýsingagjöf, stefnumótun, þróun verklags og þjónustugæða. Félagsmálastjóri sinnir teymisvinnu og starfar með mismunandi fagstéttum á þjónustusvæði sveitarfélagsins. Þá er félagsmálastjóri starfsmaður fjölskyldunefndar og fræðslu- og skólanefndar.
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
• Reynsla og framhaldsmenntun í stjórnun er æskileg.
• Reynsla af starfi við félagsþjónustu, málefni fatlaðra eða sambærileg störf er mikilvæg.
• Reynsla af stjórnunarstörfum á vettvangi félagsþjónustu sveitarfélaga er æskileg.
• Færni í mannlegum samskiptum auk forystu- og skipulagshæfileika.
• Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
• Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti.
Kjör:
Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningum viðkomandi stéttarfélags og Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Umsóknarfrestur um starf félagsmálastjóra Hvalfjarðarsveitar er til og með 30. júní nk.
Umsóknum skal fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.
Umsókn skal senda á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar, Innrimel 3, 301 Akranes eða á netfangið hvalfjardarsveit@hvalfjardarsveit.is Öllum umsóknum verður svarað.
Nánari upplýsingar um störfin veitir Skúli Þórðarson, sveitarstjóri í síma 433-8500 og á netfanginu skuli@hvalfjardarsveit.is