Tillögur að slagorði
28. maí 2020
Kæru íbúar Hvalfjarðarsveitar
Menningar- og markaðsnefnd vinnur að gerð kynningarmyndbanda til markaðssetningar sveitarfélagsins, annars vegar sem búsetukosts og hins vegar til ferðamanna.
Nefndin leitar að slagorði sem er lýsandi fyrir sveitarfélagið og kallar nú eftir tillögum frá íbúum að slagorði.
Það eru til mörg góð slagorð fyrir sveitarfélag samanber “Dalirnir heilla” og “Það er gott að búa í Kópavog” og við lýsum eftir slagorði sem gæti orðið okkar vörumerki í framtíðinni.
Verðlaun verða veitt fyrir slagorðið sem nefndin velur.
Tillögur að slagorði berist til frístunda-og menningarfulltrúa Hvalfjarðarsveitar á netfangið fristund@hvalfjardarsveit.is fyrir 4. júní nk.