Fara í efni

Stóri plokkdagurinn 28. april 2024

Stóri plokkdagurinn verður nk. sunnudag, 28.apríl. Hann var fyrst haldinn 2018 og er frábært og bráðnauðsynlegt samfélagsverkefni þar sem allir geta látið gott af sér leiða. Þegar veturinn hefur kvatt okkur og við förum inn í sumarið með bros á vör viljum við hafa hreint og fallegt í kringum okkur. Alls konar rusl kemur í ljós sem mikilvægt er að fjarlægja.

Það er Rótarýhreyfingin á Íslandi sem skipuleggur daginn með aðstoð og atfylgi góðra bakhjarla.
Hér má sjá Facebook síðu Plokkdagsins.

Þetta er skemmtilegur árlegur viðburður í þágu samfélagsins, endilega verum sem flest með – margar hendur vinna létt verk!

Bætum við að plokkið getur átt við víða – í garðinum heima, við fyrirtækið, kringum útihúsin, á opnum grænum svæðum, meðfram veginum.

HVAÐ ÞARF ÉG?

Glæra plastpoka - ágætt er að hafa tvo poka, setja plastið í einn og allt annað í hinn.
Snæri eða bensli til að loka plastpokunum svo ekkert fjúki úr þeim þegar búið er að fylla þá.
Plokktangir eru ágætar, ekki nauðsynlegar. 

HVERNIG ERUM VIÐ ÚTBÚIN
 Klæðum okkur eftir aðstæðum. Hanskar eru ákjósanlegir. Öryggisvesti eru ákjósanleg en skylda ef við erum að plokka meðfram vegum eða við götur.

Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd Hvalfjarðarsveitar hvetur íbúa sveitarfélagsins til að taka þátt og sameina t.d. góða og heilsusamlega útiveru og plokkið.