Elsti Íslendingurinn með lögheimili í Hvalfjarðarsveit
07. júlí 2021
Dóra Ólafsdóttir, elsti Íslendingurinn, fagnaði 109 ára afmæli sínu í gær. Hún er hress og kát og fylgist alltaf vel með þjóðmálunum. Hún þakkar langlífið reyk- og áfengislausum lífstíl. Dóra er fædd 6. júlí árið 1912 í Sigtúnum á Kljáströnd í Grýtubakkahreppi. Hún er næst elst átta systkina. Hún bjó lengi á Akureyri en hefur verið á Skjóli við Kleppsveg í Reykjavík á síðustu árum. Sonur hennar er Áskell Þórisson búsettur á Ægissíðu í Hvalfjarðarsveit. Hann segir þau mæðgin vera mjög náin og þau tali reglulega saman í síma.