Farandmatarmarkaður á Vesturlandi um helgina
Matarmarkaður heim í hérað. Matarframleiðendur á Vesturlandi verða á ferðinni um Vesturland helgina 13. og 14. nóvember og halda einstakan farandmatarmarkað sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. Bílalestin verður í Hvalfjarðarsveit sunnudaginn 14. nóvember kl. 15:30 - 16:00 á planinu við Laxárbakka.
Í samstarfi við matarframleiðendur á Vesturlandi verður haldinn farandmatarmarkaður helgina 13. og 14. nóvember 2021 í stað hefðbundins matarmarkaðs.
Matarhátíð sem halda átti á Hvanneyri næstkomandi laugardag hefur verið frestað vegna fjölda smita í samfélaginu. Hátíðin verður haldin síðar. Þess í stað verður lagt land undir fót og farið með bílalest hlaðna varningi framleiðenda um landshlutann. Þannig er farið með markaðinn heim í hérað til fólksins í stað hópamyndunar á einum stað.
Eru íbúar hvattir til að taka vel á móti matarlestinni og nýta sér heimsóknina með því að bæta kræsingum frá Vesturlandi í búrið og kistuna fyrir hátíðina sem senn gengur í garð.
Nánari upplýsingar um viðburðinn og framleiðendur á vefsíðu Matarauðs Vesturlands.
Laugardagur 13. nóvember
10:00 – 10:30 Hellissandur – Planið við Sjóminjasafnið.
11:00 – 12:00 Ólafsvík – Planið við Átthagastofu.
13:00 – 14:00 Grundarfjörður
15:00 – 16:00 Stykkishólmur
17:00 – 17:30 Breiðablik
Sunnudagur 14. nóvember
10:00 – 11:00 Búðardalur
12:30 – 13:30 Hvanneyri
14:00 – 15:00 Borgarnes
15:30 – 16:00 Laxárbakki
16:30 – 18:00 Akranes