Efra-Skarð - Breyting á Aðalskipulagi 2020-2032
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti þann 23. ágúst 2023 tillögu að óverulegri breytingu á gildandi Aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.
Gerð er minniháttar breyting á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020 – 2032.
Breytingin varðar sveitarfélagsuppdrátt, afmörkun frístundabyggðar stækkar og breytist til samræmis við fyrirhugað nýtt deiliskipulag á svæðinu og minnkar skógræktar- og landgræðslusvæði og landbúnaðarland á móti stækkun frístundabyggðar. Afmörkun landnotkunarsvæða breytist svo sem frístundabyggð, skógræktarsvæði og landbúnaðarsvæði.
Breytingin er óveruleg og hefur óverulegar breytingar á landnotkun í för með sér og er ekki líkleg til að hafa mikil áhrif á einstaka aðila eða hafa áhrif á stór svæði sbr. gátlisti fyrir mat á því hvort breytingin sé óveruleg sem fylgir með skipulagstillögunni.
Efra-Skarð, aðalskipulagsbreyting
Skipulagsfulltrúi Hvalfjarðarsveitar