Deiliskipulagstillaga í landi Eyrar í Svínadal
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum þann 12.12.2019 að auglýsa deiliskipulagstillögu fyrir Eyrarás og Eyrarskjól í Hvalfjarðarsveit sbr. 1.mgr. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Um er að ræða breytingu á landnotkun í landi Eyrar og tekur til lóðanna Eyrarás og Eyrarskjól.
Samhliða deiliskipulagi er óveruleg breyting aðalskipulag sveitarfélagsins 2008-2020 um breytingu á landnotkuna í landi Eyrar, þar er landnotkun breytt úr frístundarbyggð í landbúnaðarland. Eyrarás verður rekið smábýli og Eyrarskjól verður áfram frístundarbyggð.
Deiliskipulagstillagan liggur frammi á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar og einnig á heimasíðu sveitarfélagsins www.hvalfjardarsveit.is.
Deiliskipulag fyrir Eyrarás úr landi Eyrar.
Kynningarfundur verður á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar föstudaginn 7. febrúar 2020 á milli 10:00 – 12:00.
Athugasemdum skal skilað til skrifstofu Hvalfjarðarsveitar að Innrimel 3, 301 Akranesi, eða netfangið skipulag@hvalfjardarsveit.is merkt ”Eyri Svínadal”. fyrir 6. mars 2020.
Skipulags- og umhverfisfulltrúi Hvalfjarðarsveitar
Bogi Kristinsson Magnusen