Dagur reykskynjarans
01. desember 2020
Slökkviliðsmenn í öflugu liði Slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar senda íbúum á svæðinu góðar kveðjur í dag 1. desember.
Ástæða er einföld og boðskapurinn er góður.
Í dag, 1. desember, er dagur reykskynjarans – sem er eitt öflugasta öryggistækið á heimili landsmanna.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Slökkviliði Akraness og Hvalfjarðarsveitar.
Góð regla er að nota þennan dag til að yfirfara reykskynjara á heimilinu:
Skipta um rafhlöður
Prófa ( lágmarki fjórum sinnum á ári )
Endurnýja bilaða reykskynjara
Fjölga reykskynjurum
Reykskynjara skal hafa í öllum svefnherbergjum, miðrými,þvottahúsi og bílgeymslu að lágmarki.
Reykskynjarinn er ódýrt öryggistæki en aðeins ef hugsað er um að hann sé í lagi.