Breyttur opnunartími skrifstofu frá 1. janúar 2025
18. nóvember 2024
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar hefur samþykkt breytingu á opnunartíma skrifstofu sveitarfélagsins í kjölfar nýrra kjarasamninga sem kveða á um 36 stunda vinnuviku.
Breytingin felst í því að frá og með 1. janúar nk. mun skrifstofan loka kl. 12 á föstudögum. Að öðru leyti helst opnunartími óbreyttur, mánudaga til fimmtudaga frá kl. 10-12 og 12:30-15.
Af ofangreindri breytingu leiðir að innsend erindi sem taka á fyrir á sveitarstjórnarfundi þurfa að berast eigi síðar en á fimmtudegi í vikunni fyrir sveitarstjórnarfund.
Sveitarstjórnarfundir fara fram annan og fjórða hvern miðvikudag hvers mánaðar.